Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28.6.2023 12:00
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27.6.2023 21:42
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27.6.2023 12:02
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26.6.2023 22:10
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25.6.2023 21:56
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24.6.2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23.6.2023 22:44
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23.6.2023 09:54
Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. 22.6.2023 15:30
Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. 21.6.2023 21:51