Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Fjöldi deilda innan Háskóla Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum á gjaldtöku á nemendur í háskólanum sem eru frá löndum utan EES. Þau segja gjaldtökuna mismuna á grundvelli efnahags, þjóðernis og uppruna. Nemendum muni fækka og einstaka deildir líða fyrir fækkunina. Þá muni efling íslensku og íslenskukennslu líða mest fyrir breytinguna. 4.12.2024 23:00
Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar. 4.12.2024 21:57
Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum. 4.12.2024 18:44
Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg í september er lokið. Málið er nú komið á borð héraðssaksóknara. 4.12.2024 17:59
Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Slökkvilið er nú á vettvangi bruna í Stjörnugróf í Bústaðahverfi þar sem tilkynnt var um eld um fimm mínútur í fimm. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en enn er unnið á vettvangi. 4.12.2024 17:23
Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. 4.12.2024 17:00
Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Bryndís Fiona Ford hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við stöðunni af Dagmar Ýr Stefánsdóttur sem tekur von bráðar við starfi sveitarstjóra Múlaþings. 4.12.2024 16:32
Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. 4.12.2024 16:03
Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, er samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, ein þeirra hundrað kvenna sem þau telja hafa haft mest áhrif í heiminum. Listi þeirra um 100 áhrifamestu konur heims var birtur í gær. 4.12.2024 06:46
Verði að virða það sem þjóðin vilji Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. 3.12.2024 11:06