Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir frávik í skoðanakönnunum í öllum tilvikum, nema hjá Flokki fólksins, hafa verið eitt til tvö prósent. Þá segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa verið vanmetinn í síðustu þremur kosningum. 3.12.2024 09:18
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. 3.12.2024 08:08
Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. 2.12.2024 16:02
Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.12.2024 23:03
Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. 1.12.2024 22:33
Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. 1.12.2024 21:36
Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. 1.12.2024 18:50
Kveikt í póstkössum og blaðagámi Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 1.12.2024 17:47
Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. 30.11.2024 07:01
Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 29.11.2024 06:46