„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“ Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi. 17.5.2024 09:02
Þórey í Konukoti hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkur Þórey Einarsdóttir hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. Þórey hefur starfað í Konukoti, fyrsta og eina athvarfinu fyrir heimilislausar konur á Íslandi, frá opnun þess. 16.5.2024 14:57
Um 920 mál óafgreidd hjá kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. 16.5.2024 13:39
Bein útsending frá svartþrastahreiðri í Hvalfjarðarsveit Elmar Snorrason, húsasmiður og veðuráhugamaður, setti nýlega upp myndavél sem horfir yfir hreiður svartþrastapars. Hreiðrið er við heimili hans í Hvalfjarðarsveit. Fjórir ungar komu úr eggjunum í fyrradag, 14. maí. 16.5.2024 11:37
Tóku niður íslenska svikasíðu með FBI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi. 16.5.2024 11:10
Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. 16.5.2024 08:53
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15.5.2024 23:07
Vill ræða brottvísun til Nígeríu í nefnd: „Skelfileg ásýnd á þessu máli“ Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að fulltrúar Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða um brottvísun þriggja nígerískra kvenna í fyrradag. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. 15.5.2024 15:00
Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. 15.5.2024 11:24
Ísland hástökkvari á Regnbogakortinu Ísland er einn af hástökkvurunum Regnbogakorts ILGA-Europe, regnhlífarsamtaka yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu í ár, og fer upp í annað sæti úr því fimmta. Í tilkynningu kemur fram að Ísland uppfylli nú um 83 prósen af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe setur. 15.5.2024 10:01