Víða blautt í dag og varað við asahláku Í dag gengur í sunnan strekking eða allhvassan vind með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Norðaustan til verður úrkomuminna. Síðdegis bætir í rigningu, og verður talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti verður víða fimm til 12 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan. 20.4.2024 09:15
Hættir með Matargjafir á Akureyri með sorg í hjarta Sigrún Steinarsdóttir hefur síðustu tíu ár rekið Facebook-hópinn Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Í hópnum getur fólk séð hvaða matur er í boði í frískáp sem staðsettur er fyrir utan heima hjá henni auk þess sem það getur svo sent umsókn, til hennar, um að fá mataraðstoð í formi Bónuskorts. 19.4.2024 06:45
Kjarnorkuknúinn kafbátur í stuttri heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. 18.4.2024 13:45
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18.4.2024 12:29
Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi. 18.4.2024 09:09
„Ef stelpur byrja ungar á blæðingum er það fyrsta flaggið“ Til að koma í veg fyrir að endómetríósa þróist þannig að það hafi varanleg áhrif á lífsgæði kvenna og möguleika þeirra til að til dæmis eignast börn er mikilvægt að bregðast við snemma. Byrji stelpur ungar á blæðingum er gott að fylgjast með líðan og leita aðstoðar verði hún afar slæm. 18.4.2024 08:30
Tvö flutt á slysadeild eftir bílveltu Bílvelta varð við Reykjanesbraut í morgun við húsnæði Fyrstu Baptista kirkjunnar við Fitjar í Njarðvík. Við að Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slysið klukkan 05:38. 18.4.2024 08:14
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18.4.2024 07:55
Enn verður kalt í dag Í dag verða litlar breytingar á veðrinu. Enn verður kalt og samhliða hæg norðlæg eða breytileg átt. Á norðanverðu landinu gæti snjóað dálítið og verið frost. Stöku skúrir eða él sunnantil á landinu og hiti þar um eða yfir frostmarki. 18.4.2024 07:12
Tekist á í Stúdentaráði: „Furðulegasti fundur sem ég hef mætt á“ Oddviti Vöku á félagsvísindasviði, Júlíus Viggó Ólafsson, vísar gagnrýni Röskvu á ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans í Stúdentaráði, SHÍ, á bug. Röskvuliðar gengu af kjörfundi SHÍ í gær eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins. Vaka fer með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í sjö ár. 17.4.2024 14:24