Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20.3.2024 08:34
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19.3.2024 15:56
„Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn“ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. 19.3.2024 06:45
Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin á ný Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir það ekki koma á óvart ef eldgosinu, sem hófst á laugardag, lýkur á næstu sólarhringum. 18.3.2024 08:51
Ríkiskaup lögð niður og verkefnin flutt til Fjársýslunnar Leggja á niður Ríkiskaup og færa verkefni stofnunarinnar ýmist til sérstakrar starfseiningar eða ríkisaðila sem starfar á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingin er liður í innleiðingu á breytingum á lögum um opinber innkaup. 15.3.2024 15:07
Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15.3.2024 10:57
Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15.3.2024 09:01
Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. 14.3.2024 16:54
Fékk greiddar um tíu milljónir í viðbótarlaun Starfsmaður Landspítalans fékk tæpar tíu milljónir í viðbótarlaun árið 2022. Það er hæsta greiðslan sem greidd hefur verið á launategundinni „viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga“ á Landspítalanum síðustu fjögur ár. 14.3.2024 14:23
Miðaldra reka lestina í framtalsskilum Alls voru um 63,2 prósent búin að skila skattframtali í morgun. Frestur til að skila rennur formlega út í dag en þó er svigrúm til um og eftir helgarinnar til að klára skilin. Af þeim sem eru búin að skila standa þau sig best sem eru í yngstu og elstu aldurshópunum. 14.3.2024 11:55