Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. 26.2.2024 13:06
Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“ Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. 26.2.2024 08:00
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25.2.2024 16:55
„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“ Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 25.2.2024 16:30
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25.2.2024 15:07
Ísland í fimmta sæti í veðbönkum Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru. 25.2.2024 10:41
Oppenheimer sigursæl á SAG-verðlaunahátíðinni Kvikmyndin Oppenheimer kom, sá og sigraði á SAG-verðlaununum í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar vann verðlaun fyrir að skipað vel í hlutverkin auk þess sem leikarar myndarinnar, Cillian Murphy og Robert Downey fengu hvor sín verðlaun. 25.2.2024 10:08
Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. 24.2.2024 19:44
Vonbrigði að allir gestakokkar hátíðarinnar séu karlkyns Matarhátíðin Food & Fun hefst í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Að vanda tekur fjöldi gestakokka þátt. Tvær konur í veitingageiranum á Íslandi segja það stinga verulega í stúf að allir séu þeir karlkyns. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir óheppni hafa valdið því að fáar konur taki þátt. 24.2.2024 19:06
Bílstjórinn tekinn úr umferð hjá Pant Bílstjóri Hreyfils sem skildi fatlaðan dreng eftir við Víkingsheimilið á fimmtudag í stað þess að aka honum heim ekur ekki lengur fyrir Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Það staðfestir Haraldur Axel Gunnarsson framkvæmdastjóri Hreyfils. 24.2.2024 14:01