Innlent

Fimm í fanga­geymslu í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti mörgum ólíkum verkefnum í gær og í nótt. 
Lögreglan sinnti mörgum ólíkum verkefnum í gær og í nótt.  Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.

Þar kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um yfirstandandi innbrot í hverfi 101 og 105. Þá var einnig tilkynnt um fólk í annarlegu ástandi víða um borg og grunsamlegar mannaferðir.

Þá var í Kópavogi tilkynnt um hjólreiðaslys þar sem tveir skullu saman.


Tengdar fréttir

Fundu skammbyssu í fjörunni í miðbænum

Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur.

Peninga­­­kassa stolið úr kirkju vestur í bæ

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Peningakassi sem stolið var úr kirkju, börn á húsþökum og innbrot í bíla voru á meðal verkefna lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun.

Eyra bitið af manni í stórfelldri líkamsárás í nótt

Tveir voru handteknir í gær eða nótt vegna stórfelldrar líkamsárásar þar sem eyra var bitið af manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvar eða hvenær árásin átti sér stað en málið er skráð hjá lögreglunni á Hverfisgötu.

Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn

Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×