Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Leið­angurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“

Eftir viku halda tvær íslenskra konur, Soffía Sigurgeirsdóttir og Lukka Pálsdóttir, til Nepal til að ganga upp á austurtind Lobuche í Himalayafjöllum í Nepal. Upp að tindi eru 6.119 metrar. Soffía og Lukka ganga til stuðnings sjerpa fjallgöngukonum í Nepal.

Miður að mis­brestur hafi orðið í þjónustu neyðar­mót­tökunnar

Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður.

Þyrlan kölluð út vegna slyss en aftur­kölluð

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun en svo afturkölluð vegna slyss á Snæfellsnesi. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að vinna í málinu.

Skæð fugla­flensa í hröfnum og hettumáfum

Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST.

Alls hlutu 130 viður­kenningu Jafnvægisvogarinnar í dag

Alls hlutu í dag 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Metfjöldi viðurkenningarhafa tóku við viðurkenningu í dag, eða alls 130, fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.

Tveir slasaðir í al­var­legu um­ferðar­slysi

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Norðausturvegi skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi stuttu fyrir klukkan 16. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðausturlandi kemur fram að vörubíll og fólksbíll hafi skollið saman.

Ekki allir sem geta leitað í bak­land eftir barna­pössun

Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna.

Yung Filly á­kærður fyrir nauðgun og líkams­á­rás

Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Sjá meira