Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tveir slasaðir í al­var­legu um­ferðar­slysi

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Norðausturvegi skammt frá bænum Hóli í Kelduhverfi stuttu fyrir klukkan 16. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðausturlandi kemur fram að vörubíll og fólksbíll hafi skollið saman.

Ekki allir sem geta leitað í bak­land eftir barna­pössun

Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna.

Yung Filly á­kærður fyrir nauðgun og líkams­á­rás

Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Mikil stemning á lokahófi RIFF

Innlent og erlent kvikmyndargerðar- og bransafólk kom saman í vikunni á Parliament hótelinu til að fagna lokum RIFF kvikmyndahátíðarinnar.

Skýrist á mánu­dag hvort læknar fari í verk­fall

Næsta mánudag liggur fyrir hvort læknar muni grípa til aðgerða í kjaraviðræðum sínum. Læknar hafa verið samningslausnir frá mars og í viðræðum frá því um áramót. Samninganefndir funda næsta mánudag og telur félagið að eftir þann fund muni skýrast hvort samningar náist eða hvort félagið muni grípa til aðgerða. 

Fjár­mála­ráð­herra búinn að endur­skoða þjóðlendukröfur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.

Verk­fall sam­þykkt með 100 prósent at­kvæða í leik- og grunn­skólum

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna.

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Vilja 62 milljónir til að tryggja vopna­birgðir lög­reglu og sérsveitar

Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025.

For­eldrar í Lauga­lækjar­skóla uggandi yfir mögu­legu verk­falli

Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall.

Sjá meira