Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Létu ung­menni milli­færa á sig fé með of­beldi og hótunum

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs.

Stúlkan enn í lífs­hættu en rann­sókn miðar vel

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. 

Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grinda­víkur

Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík.

Margir að skoða gosið og mikil um­ferð

Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi.

Færri of­beldis­brot á skemmti­stöðum sem taka þátt í verk­efninu

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu.

Hlupu blaut úr Bláa lóninu

Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið.

Flæðir inn á hús á Eyrinni í úr­hellis­rigningu

Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum

Gos­sprungan að lengjast til sex í morgun

Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. 

Ör­fáir starfs­menn fara inn í Svarts­engi til að huga að búnaði

Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum.

Sjá meira