Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nokkur vitni að banaslysi við Brúar­á

Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn.

Andri að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Júní

Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár.

Erfið um­ræða sem fólk hafi veigrað sér við að taka

Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í tilkynningu segir að málþinginu sé ætlað að vera samtalsvettvangur um fóstur- og nýburaskimanir og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframframförum á þessu sviði, auk þess sem áleitnum siðferðilegum álitaefnum verður velt upp.

Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt

Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt.

Um 500 látin í á­rásum Ísraela á Líbanon

Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum.

Magnaðar myndir af lengstu á landsins

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis myndaði Þjórsá með dróna í gær. Myndirnar eru hluti af langtímaverkefni í vinnslu Vilhelms sem hann kallar „Lengsta áin á Íslandi“. Vilhelm hefur síðustu ár ferðast um landið til að mynda ánna og lífið við hana.

Jó­dís fer fram gegn Guð­mundi Inga í vara­for­mann VG

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var.

Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryn­dísar Klöru

Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins.

Sjá meira