Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 13:46 Daníel Þór Bjarnason, einn skipuleggjenda göngunnar, segir að með göngunni sé verið að leggja áherslu á sniðgöngu sem leið til að mótmæla friðsamlega. Þórdís Reynis Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Viðburðirnir eru samstarf sniðgönguhreyfingarinnar BDS Ísland, Félagsins Ísland-Palestína, almannaheillafélagsins Vonarbrúar og Dýrsins - félags um réttinn til að mótmæla. Gengið er af stað rétt eftir klukkan 14 í dag á báðum stöðum. Sjá einnig: Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Í tilkynningu um gönguna segir að sniðgönguhreyfingin á Íslandi fari vaxandi dag frá degi. Facebook-hópurinn Sniðganga fyrir Palestínu telji nú 9400 manns. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi – BDS Ísland leggur sérstaka áherslu á sniðgöngu á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael, sem og sex vörumerkjum/fyrirtækjum. Það er Rapyd, Sodastream, HP – Hewlett Packard, Coca Cola, Moroccan oil og Teva. Nánar er fjallað um ástæður sniðgöngu gagnvart hverju fyrirtæki hér í aðsendri grein á Vísi. Hreyfingin krefst þess einnig að ríkistjórn Íslands sniðgangi Ísrael á öllum sviðum viðskipta, menningu og íþrótta vegna þjóðarmorðs þeirra gegn Palestínumönnum. Gengið er frá Hellisgerð að Klambratúni.Þórdís Reynis Daníel Þór Bjarnason, einn skipuleggjenda göngunnar, segir að með göngunni sé verið að leggja áherslu á sniðgöngu sem leið til að mótmæla friðsamlega. Hreyfing og mótmæli „Þetta er ákveðin leið til að hreyfa okkur líka og fá fleiri með í lið,“ segir Daníel en mikil blíða er á höfuðborgarsvæðinu og fínt gönguveður. Hann segist vonast til þess að í heild taki um 200 manns í það minnsta þátt á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Myndin er tekin í Sniðgöngunni í fyrra. Þá var gengið í fyrsta sinn.Þórdís Reynis „Fólk getur slegist í hópinn hvar sem er í göngunni en á höfuðborgarsvæðinu tökum við smá pásu í Kópavogi klukkan 16 og þá getur fólk slegist með í hópinn. Eftir það göngum við að Klambratúni þar sem það verður hægt að hlusta á ræður,“ segir Daníel. Daníel segir sniðgöngu krefjast þess að fólk sé vakandi fyrir því við hverja það verslar og hvaðan vörurnar koma. „Það krefst þess að maður kynni sér vörurnar sem um ræðir og það fylgir þessu smá vinna þegar maður er að byrja. En maður verður bara að vera vakandi við hverja maður verslar og sýna afstöðu með því að velja með verkinu,“ segir hann og að hægt sé að kynna sér nánar málstaðinn á vef sniðgönguhreyfingarinnar. „Fyrir þau sem eru komin með nóg og vilja friðsæla leið til að mótmæla þá mæli ég með að kynna sér þessa leið. Það vilja ekki allir fara út á torg til að hrópa. Fyrir þau er þetta hljóðlegri aðgerð sem krefst ekki mikilla láta.“ Þá segir hann fólk einnig geta notað app sem heitir No thanks. Hægt sé að skanna inn vörur og appið segi hvort varan sé að einhverju leyti tengd Ísrael eða framleiðslu á hernumdum svæðum í Palestínu. Hér er gengið úr Hafnarfirði í átt að Garðabæ.Þórdís Reynis „Við vitum að efnahagur stýrir miklu og við erum öll neytendur sama hvað við heitum eða hvaðan við komum. Við erum öll að neyta þjónustu og vöru daglega og það er mjög sterk leið ef maður vill koma skoðunum sínum á framfæri að hætta að versla við ákveðin fyrirtæki eða aðila. Það er afstaða sem margir taka og við lítum á þessa samverustund í dag sem tækifæri til að lyfta upp þessari friðsælu leið til að mótmæla, og hreyfum okkur í leiðinni og njótum dagsins.“ Safnast saman við Hellisgerði og hjá Íslandsklukkunni Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Sniðgangan á laugardaginn er löng, um tíu kílómetrar á höfuðborgarsvæðinu og um þrír kílómetrar á Akureyri, til að undirstrika að sniðganga er langtímaverkefni. Þau sem ekki geta gengið alla leið en hafa hug á að taka þátt geta gengið til liðs við göngufólk hvenær sem er á leiðinni en einnig er hægt að mæta á lokaatriði gangnanna sem verður klukkan 17 á Klambratúni í Reykjavík og klukkan 15:15 á Ráðhústorginu á Akureyri. Þar verða flutt erindi og einhver tónlistaratriði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. 12. september 2025 15:19 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Viðburðirnir eru samstarf sniðgönguhreyfingarinnar BDS Ísland, Félagsins Ísland-Palestína, almannaheillafélagsins Vonarbrúar og Dýrsins - félags um réttinn til að mótmæla. Gengið er af stað rétt eftir klukkan 14 í dag á báðum stöðum. Sjá einnig: Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Í tilkynningu um gönguna segir að sniðgönguhreyfingin á Íslandi fari vaxandi dag frá degi. Facebook-hópurinn Sniðganga fyrir Palestínu telji nú 9400 manns. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi – BDS Ísland leggur sérstaka áherslu á sniðgöngu á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael, sem og sex vörumerkjum/fyrirtækjum. Það er Rapyd, Sodastream, HP – Hewlett Packard, Coca Cola, Moroccan oil og Teva. Nánar er fjallað um ástæður sniðgöngu gagnvart hverju fyrirtæki hér í aðsendri grein á Vísi. Hreyfingin krefst þess einnig að ríkistjórn Íslands sniðgangi Ísrael á öllum sviðum viðskipta, menningu og íþrótta vegna þjóðarmorðs þeirra gegn Palestínumönnum. Gengið er frá Hellisgerð að Klambratúni.Þórdís Reynis Daníel Þór Bjarnason, einn skipuleggjenda göngunnar, segir að með göngunni sé verið að leggja áherslu á sniðgöngu sem leið til að mótmæla friðsamlega. Hreyfing og mótmæli „Þetta er ákveðin leið til að hreyfa okkur líka og fá fleiri með í lið,“ segir Daníel en mikil blíða er á höfuðborgarsvæðinu og fínt gönguveður. Hann segist vonast til þess að í heild taki um 200 manns í það minnsta þátt á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Myndin er tekin í Sniðgöngunni í fyrra. Þá var gengið í fyrsta sinn.Þórdís Reynis „Fólk getur slegist í hópinn hvar sem er í göngunni en á höfuðborgarsvæðinu tökum við smá pásu í Kópavogi klukkan 16 og þá getur fólk slegist með í hópinn. Eftir það göngum við að Klambratúni þar sem það verður hægt að hlusta á ræður,“ segir Daníel. Daníel segir sniðgöngu krefjast þess að fólk sé vakandi fyrir því við hverja það verslar og hvaðan vörurnar koma. „Það krefst þess að maður kynni sér vörurnar sem um ræðir og það fylgir þessu smá vinna þegar maður er að byrja. En maður verður bara að vera vakandi við hverja maður verslar og sýna afstöðu með því að velja með verkinu,“ segir hann og að hægt sé að kynna sér nánar málstaðinn á vef sniðgönguhreyfingarinnar. „Fyrir þau sem eru komin með nóg og vilja friðsæla leið til að mótmæla þá mæli ég með að kynna sér þessa leið. Það vilja ekki allir fara út á torg til að hrópa. Fyrir þau er þetta hljóðlegri aðgerð sem krefst ekki mikilla láta.“ Þá segir hann fólk einnig geta notað app sem heitir No thanks. Hægt sé að skanna inn vörur og appið segi hvort varan sé að einhverju leyti tengd Ísrael eða framleiðslu á hernumdum svæðum í Palestínu. Hér er gengið úr Hafnarfirði í átt að Garðabæ.Þórdís Reynis „Við vitum að efnahagur stýrir miklu og við erum öll neytendur sama hvað við heitum eða hvaðan við komum. Við erum öll að neyta þjónustu og vöru daglega og það er mjög sterk leið ef maður vill koma skoðunum sínum á framfæri að hætta að versla við ákveðin fyrirtæki eða aðila. Það er afstaða sem margir taka og við lítum á þessa samverustund í dag sem tækifæri til að lyfta upp þessari friðsælu leið til að mótmæla, og hreyfum okkur í leiðinni og njótum dagsins.“ Safnast saman við Hellisgerði og hjá Íslandsklukkunni Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Sniðgangan á laugardaginn er löng, um tíu kílómetrar á höfuðborgarsvæðinu og um þrír kílómetrar á Akureyri, til að undirstrika að sniðganga er langtímaverkefni. Þau sem ekki geta gengið alla leið en hafa hug á að taka þátt geta gengið til liðs við göngufólk hvenær sem er á leiðinni en einnig er hægt að mæta á lokaatriði gangnanna sem verður klukkan 17 á Klambratúni í Reykjavík og klukkan 15:15 á Ráðhústorginu á Akureyri. Þar verða flutt erindi og einhver tónlistaratriði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. 12. september 2025 15:19 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. 12. september 2025 15:19
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17