Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gul við­vörun á Aust­fjörðum og Suð­austur­landi

Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun.

Biden hikandi og hás í fyrri kapp­ræðum kosninganna

Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál.

Verð­bólga nú 5,8 prósent

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 

Lægð á leið til landsins en sól á Suður­landi í dag

Vestur af Skotlandi er lægð á leið norður og skilin frá henni eru að nálgast Austfirði með norðlægri átt og rigningu. Er líður á daginn verður norðanátt á öllu landinu, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi.

Ís­lenskir jöklar minnka um fjöru­tíu fer­kíló­metra á ári

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. 

Her­foringi hand­tekinn eftir valdaránstilraun

Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar.

Fimm í fanga­geymslu í nótt

Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Sjá meira