Áfengissala, forsetakosningar og neytendamál Að vanda er dagskráin fjölbreytt í Sprengisandi í dag. Rætt verður um Gasa, áfengissölu, neytendamál og auðvitað forsetakosningarnar. 26.5.2024 09:45
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26.5.2024 08:34
Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 26.5.2024 08:03
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26.5.2024 07:50
Um 18 stig á Norðausturlandi í dag Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi. 26.5.2024 07:13
Hafnaði beiðni Baldwin um frávísun Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni. 25.5.2024 11:56
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25.5.2024 10:18
Málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli Í dag fer fram málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli á milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Á málþinginu verður fjallað um ferlið allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Málþinginu er einnig í streymi hér að neðan. 25.5.2024 10:01
Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. 25.5.2024 08:53
Spá goslokum á Sundhnúksgígaröð í lok júlí Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur telja líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. Þetta kemur fram á bloggi Haraldar en þar fer hann yfir þróun kvikugangsins frá því í nóvember 2023 þegar fyrsta eldgosið hófst. 25.5.2024 08:10