Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þor­láks­höfn

Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026.

Prjóna ullar­sokka fyrir her­menn í Úkraínu

Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð.

Unga fólkið flytur austur fyrir fjall

Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall.

Á 502 derhúfur og segir það á­kveðna bilun

Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins.

Enginn læknir á vaktinni

Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar.

Jólakindin Djásn á Stokks­eyri

Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.

Vísna­bók gefin til nýrra Hver­gerðinga frá Hveragerðisbæ

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við að keyra út jólagjöf til barna, sem fæddust á árinu í Hveragerði. Um er að ræða Vísnabók barnanna en bæjarstjórinn heimsótti 36 börn og fjölskyldur þeirra með bókina.

Sjá meira