Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. 22.5.2025 15:44
Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22.5.2025 14:08
Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. 22.5.2025 09:14
Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. 21.5.2025 22:28
EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. 21.5.2025 21:42
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21.5.2025 20:03
Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja upp í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. 21.5.2025 16:45
Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. 20.5.2025 15:18
Agnes Johansen er látin Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. 20.5.2025 11:15
Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarest, sigraði forsetakosningar Rúmeníu í dag með 55 prósent atkvæða. Dan sem er óháður Evrópusinni hafði þar betur gegn hinum hægrisinnaða George Simion. 18.5.2025 23:59