Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngvari og leikkona, hefur fundið ástina í örmum grafíska hönnuðarins Antonio Otto Rabasca. Nýlega sást til þeirra leiðast í Hljómskálagarðinum ástfangin upp fyrir haus. 19.9.2025 14:46
Innviðaráðherra á von á barni Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á von á barni með norskri barnsmóður sinni en fyrir eiga þau þriggja ára barn saman. 19.9.2025 13:55
Búið spil hjá Burton og Bellucci Bandaríski leikstjórinn Tim Burton og ítalska leikkonan Monica Bellucci eru hætt saman eftir tveggja ára samband. Stutt er síðan hún lék í kvikmynd hans, Beetlejuice Beetlejuice. 19.9.2025 13:14
Hörður og Svala endurvekja Macland Hörður Ágústsson, stofnandi Macland, segir fyrirtækið komið aftur í sínar hendur þremur árum eftir að hann hætti öllum afskiptum af því. „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg. Í hvaða formi og hvenær er enn óljóst,“ segir hann jafnframt. 19.9.2025 10:54
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Andri Snær Magnason rithöfundur hvetur íslenska stráka á miðlinum X (Twitter) til að hætta að neyta bandarísks efnis og lesa frekar íslenskar bækur, hlusta á þjóðsögur og tala við eldri borgara. Nafnleysingjarnir taka misvel í hvatninguna. 19.9.2025 09:44
Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Risi er fallinn, Robert Redford er allur. Hann var ein skærasta stjarna Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum, farsæll leikstjóri og stofnandi Sundance-kvikmyndahátíðina. Vísir tók saman ellefu bestu hlutverk Redford. 18.9.2025 14:09
Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18.9.2025 09:31
„Þú ert svo falleg“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varð bergnuminn af fegurð Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, þegar hann hitti fyrir bresku konungsfjölskylduna í morgun. Varalesari rýndi í varir forsetans. 17.9.2025 17:10
Fjölgar mannkyninu enn frekar Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset. 17.9.2025 15:12
Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Leikkonan Aldís Amah Hamilton varar fólk við gervigreind eftir að gervigreindartól Google sagði Kolbein Arnbjörnsson, kærasta Aldísar, vera föður hennar og skáldaði upp móður hennar. 17.9.2025 10:55