Slökkviliðinu sigað á grunlausa grillara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gær og voru sjúkrabílar kallaðir út 120 sinnum frá morgni föstudags til laugardagsmorguns. Einn dælubíll fór erindisleysu í Kópavoginn. 7.9.2024 16:02
Drap 81 dýr á þremur tímum Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. 7.9.2024 15:23
„Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, opnaði sig í vikunni um skilnaðinn sinn. Eitt það erfiðasta í ferlinu hafi verið að horfa á eftir nákomnum vini sem sleit vinskap þeirra í kjölfar skilnaðarins. 7.9.2024 13:33
„Við erum öll harmi slegin“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir nauðsynlegt að ráðast að rótum vandans vegna þeirra sorglegu atburða sem hafa átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Íslendingar þurfi að gerast „riddarar kærleikans“ og gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. 7.9.2024 12:21
„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ 7.9.2024 10:25
Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. 5.9.2024 00:04
Guðmundur enn undir feldi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi formannssetu á landsfundi Vinstri grænna í október. 4.9.2024 22:59
Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. 4.9.2024 21:35
„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. 4.9.2024 20:25
Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. 4.9.2024 19:13