„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5.1.2024 20:28
Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. 5.1.2024 19:22
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. 5.1.2024 18:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega en er á því að endurskoða þurfi hvalveiðar. 5.1.2024 18:05
Enn leitað að fólki eftir jarðskjálftann í Japan Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum. 2.1.2024 00:01
Sakar orkumálastjóra um vanhæfi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár. 1.1.2024 23:28
Fjölskylda Fiskikóngsins horfði á Skaupið á slysó eftir flugeldaslys Synir Kristjáns Bergs, Fiskikóngsins, lentu í slysi á gamlársdag þegar raketta sprakk í höndunum á þeim. Bræðurnir hlutu skaða á heyrn og brunasár en faðir þeirra segir það heppni að ekki fór verr. Ekki verði fleiri flugeldar sprengdir í fjölskyldunni framar. 1.1.2024 22:13
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1.1.2024 19:35
Gaf allt sem hún var með á sér og fór berfætt heim Hrefna Bachmann, forstjóri og frumkvöðull, ræddi við Einar Bárðarson um verkefni sín í Úganda undanfarinn áratug, stórfellda innviðauppbyggingu í bænum Banda og fólkið sem hún hefur aðstoðað þar. 1.1.2024 18:17
Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. 11.12.2023 23:53