Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ræða Víðis í heild sinni

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, greindi frá því á upplýsingafundi upp úr ellefu að Almannavarnir hafi lýst yfir neyðarstigi og að í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum hafi verið tekin ákvörðun um að rýma Grindavík.

Stærri kviku­gangur en í síðustu eld­gosum og mikil kvika

Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni.

Flúði með börnin í bæinn

Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði.

Auknar líkur á eld­gosi

Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld.

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Sjá meira