Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meið­yrða­máli Trump gegn E. Jean Car­roll vísað frá

Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni.

Opnar sig um líkams­skynjunar­röskun og lýta­að­gerðir

Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín.

Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til

Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til.

Portúgalskur prestur þeytir skífum á nætur­klúbbum

Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Hitabylgja, úrhellisrigning, skordýrabit og skipulagsleysi hafa sett svip sinn á mótið og nú þarf að rýma svæðið þar sem von er á fellibyl.

Loka loft­helginni í Níger og undir­búa sig undir árás

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“.

Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi

Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt.

Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol

Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina.

Sjá meira