Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 19:14 Auglýsingaherferð American Eagle hefur farið misvel ofan í fólk. Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina. Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina.
Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26
Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51