Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11.12.2018 22:08
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11.12.2018 21:20
Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11.12.2018 19:46
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11.12.2018 18:03
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10.12.2018 23:11
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10.12.2018 21:43
Umræðan um samþykktir Sameinuðu þjóðanna stormur í vatnsglasi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samþykktir Sameinuðu þjóðanna sem varða flóttamenn og innflytjendur. 10.12.2018 20:47
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10.12.2018 19:50
Umferðin óvenju þung á höfuðborgarsvæðinu Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag. 10.12.2018 18:36
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9.12.2018 17:03