Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15.12.2020 12:23
Skriðuhætta á Austfjörðum og gul viðvörun suðaustanlands Varað er við norðaustan stormi á Suðausturlandi í kvöld. Átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Gul viðvörun gildir fyrir landsvæðið rennur úr gildi klukkan 22.00 í kvöld þegar dregur úr vindi smám saman. 14.12.2020 16:40
Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14.12.2020 15:22
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14.12.2020 13:12
Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins. 9.12.2020 15:53
Valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð Páll Karlsson, aðstoðarprófessor og dósent við Dönsku verkjarannsóknarmiðstöðina við Árósarháskóla, var á dögunum valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð sem hann þróaði við að taka og greina lítil húðsýni sem notuð eru til að kanna ástand skyn- og verkjatauga í húðinni. Í ljós kom að krónískir verkjasjúklingar voru með verkjasameindir sem umluktu taugarnar. Páll hefur búið í Danmörku frá árinu 2007. 8.12.2020 13:19
Allar plastflöskur Coca-Cola á Íslandi úr endurunnu plasti á fyrsta ársfjórðungi Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2021 verða allar plastflöskur, sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir, úr 100% endurunnu plasti en við breytinguna mun notkun á nýju plasti á Íslandi minnka um 530 tonn. Forstjórinn segir fátt fara meira í taugarnar á honum en að sjá drykkjarumbúðir sem hann framleiðir úti á götu eða í fjörunni. 7.12.2020 12:51
Ungir jafnaðarmenn segja orðræðu Sigríðar Andersen hættulega Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingu að það sé fullkomlega óboðlegt að Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið gerð að formanni utanríkismálanefndar Alþingis eftir að hafa gerst brotleg í starfi. 4.12.2020 17:15
Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. 4.12.2020 13:27
Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. 3.12.2020 13:45