Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:02 Grípa þurfti til rýmingar í gær því óvissa var uppi um um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin i desember. Á ljósmyndinni má sjá eyðilegginguna sem ein skriðanna sem féll í desember olli. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem allt hafi verið með kyrrum kjörum í gærkvöldi og nótt þrátt fyrir talsverða úrkomu. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52