„Þetta er hættuleg helgi“ Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn. 31.7.2025 19:51
Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. 31.7.2025 19:30
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31.7.2025 13:00
„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. 30.7.2025 21:59
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30.7.2025 12:01
Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. 29.7.2025 19:11
Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. 29.7.2025 12:00
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. 28.7.2025 19:05
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28.7.2025 11:20
Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. 24.7.2025 10:08