Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. 21.1.2025 13:46
Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ. 20.1.2025 20:02
Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Kúrekarnir tóku völdin í Fjölnishöll á laugardagskvöld þegar Þorrablót Grafarvogs var haldið með pompi og prakt. Grafarvogsbúar drógu fram kúrekastígvélin og hattana og var ótrúleg stemning í loftinu. 20.1.2025 16:00
Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. 20.1.2025 14:02
Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir. 20.1.2025 07:02
Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það. 19.1.2025 07:02
Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. 17.1.2025 22:01
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17.1.2025 20:11
Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Justin Baldoni hefur ákveðið að stefna Blake Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds meðal annars vegna þess sem hann segir vera kúgun af þeirra hálfu og ófrægingarherferð. Lögmenn leikkonunnar hafa tjáð sig um stefnuna og segja að um sé að ræða annan kafla í „handbók ofbeldismannsins.“ 17.1.2025 14:31
Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlistarmaðurinn Kári Egilsson gefur í dag frá sér nýtt lag Midnight Sky. Lagið er af nýrri plötu Kára sem kemur út í mars. Með laginu fylgir tónlistarmyndband sem er eftir listakonuna Diddu Flygenring og byggir á sögu lagsins. 17.1.2025 12:31