Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Dró sér rúmar þrjár milljónir sem gjaldkeri húsfélags

Gjaldkeri húsfélags hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér samtals 3.308.425 krónur í eigu húfélagsins. Gerði hún það með því að millifæra fé af bankareikningi félagsins inn á sína persónulegu bankareikninga í 165 færslum.

Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi

Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. 

Eldislaxar í meirihluta í Mjólká

Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká.

Frá­vísunar krafist vegna dýrkeyptra mis­taka í málum útrásarvíkinga

Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 

Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“

Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum.

Alvotech ræður Söruh Tanksley sem framkvæmdastjóra gæðaeftirlits

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur ráðið Söruh Tanksley sem framkvæmdastjóri gæðaeftirlits hjá Alvotech en hún tekur við af Reem Malki, sem beðist hefur lausnar af persónulegum ástæðum. Sarah Tanksley mun hefja störf þann 14. október næstkomandi.

Sjá meira