Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. 25.7.2022 10:22
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25.7.2022 08:20
Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis. 25.7.2022 06:48
Sérsveitin kölluð út vegna ógnandi manns með hníf Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Rauðarárstíg nærri Hlemmi í gærkvöldi vegna manns sem ógnaði fólki við torgið með hnífi. 24.7.2022 13:01
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24.7.2022 12:50
Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. 24.7.2022 12:20
Barnið sem féll út um glugga er eins og hálfs árs Barnið sem féll út um glugga á fjölbýlishúsi í gær er eins og hálfs árs. Barnið féll út um opinn glugga á fjórðu hæð hússins fimmtán metra niður. 24.7.2022 10:57
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24.7.2022 09:08
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24.7.2022 08:39