Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2022 12:20 Úkraínski herinn og skriðdregar í framlínunni í Suður-Úkraínu. Getty Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42