„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28.6.2022 21:57
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28.6.2022 20:50
Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. 28.6.2022 19:08
Stjórnleysi á landamærum hafi leitt til dauða flóttafólksins „Fátækt og örvæning “ leiddi til dauða fimmtíu manns á flótta frá Mið-Ameríku, að sögn forseta Mexíkó. Fólkið fannst yfirgefið í vöruflutningabíl í Texas en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina, þar af fjögur börn. 28.6.2022 18:04
Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. 28.6.2022 08:58
Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á. 27.6.2022 16:22
Rúmlega þúsund manns í verslunarmiðstöðinni sem varð fyrir loftárás Rússa Rúmlega eitt þúsund manns voru inni í verslunarmiðstöð í Kremenchuk þegar loftskeyti hæfði miðstöðina, að sögn Volodomyr Zelensky Úkraínuforseta. Tíu dauðsföll eru staðfest en fjörutíu eru alvarlega særðir og þar af níu í lífshættu. Óttast er að tala fallinna muni hækka brátt. 27.6.2022 15:27
Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. 27.6.2022 13:29
Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ 27.6.2022 08:31
Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. 25.6.2022 07:00