„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. 9.6.2022 11:13
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9.6.2022 07:54
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8.6.2022 17:06
„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. 8.6.2022 14:37
Gular viðvaranir á suður- og suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suður- og suðausturlandi á morgun, fimmtudag. 8.6.2022 13:53
Ferðamaður úrskurðaður í farbann vegna gruns um nauðgun á Akureyri Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot. 8.6.2022 12:45
Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. 8.6.2022 07:07
Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5.6.2022 13:30
Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. 5.6.2022 12:19
Minnst 34 látin eftir sprengingu á gámasvæði í Bangladess Minnst 34 eru látin og hundruð til viðbótar eru alvarlega særð eftir mikla sprengingu og eld sem kviknaði á gámasvæði nálægt borginni Chittagong í Bangladess. 5.6.2022 09:07