Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. júní 2022 07:54 Bílar liggja eins og hráviði eftir hörð átök í Severodonetsk. Ap/Oleksandr Ratushniak Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira