Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. júní 2022 07:54 Bílar liggja eins og hráviði eftir hörð átök í Severodonetsk. Ap/Oleksandr Ratushniak Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira