Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Tyrkir breyta al­þjóð­legu nafni lands síns

Yfirvöld í Tyrklandi hafa sent Sameinuðu Þjóðunum beiðni þess efnis að til Tyrklands skuli framvegis vísað sem Türkiye, að því er fram kemur í ríkisfjölmiðlum í Tyrklandi.

Ekkert land­ris mælist lengur en ó­vissu­stig í gildi

Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi.

Prestar inn­flytj­enda segja ríkis­stjórnina ætla að senda fólk á götuna

Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna.

Líkur á vinstri­sinnuðum for­­seta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýð­veldis­­stofnun

Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu.

Ekki nema nokkrir ára­tugir þar til jöklarnir hverfa

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu.

Verð­bólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár.

Sjá meira