Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag

Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag.

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Skjálftarnir líkjast undan­fara eld­goss

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi.

Ó­þægi­legt að fá skjálfta­hrinu rétt fyrir jól

Grind­víkingar taka skjálfta­hrinunni sem nú gengur yfir á Reykja­nesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir há­tíðirnar. Hún vekur þó upp ó­þægi­legar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjar­stjórans.

„Lestar­slys í slow motion“

Kosninga­klúðrið sem hel­tók líf okkar í lok septem­ber­mánaðar var „lestar­slys í slow motion“ eins og einn þing­mannanna sem datt út af þingi við endur­talninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmti­lega mál, sem má kannski kalla helsta frétta­mál ársins?

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Fangar fengu kar­töflu í skóinn

Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og ör­lítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jóla­sveininum. Við þeim öllum blasti nefni­lega kar­tafla, þrátt fyrir full­yrðingar Af­stöðu, fé­lags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Meðlimur Il Divo látinn eftir baráttu við Covid

Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan. 

Koma upp eftir­­lits­­mynda­­vélum hjá blóð­bændum

Fram­kvæmda­stjóri Ís­teka segir að líf­tækni­fyrir­tækið hafi nú hrint af stað um­bóta­á­ætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa með­ferð á blóð­merum. Fram­vegis verði tekið upp mynda­véla­eftir­lit hjá blóð­bændum sem fyrir­tækið skiptir við og þá ætli Ís­teka sér að auka fræðslu til bænda.

Sjá meira