„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. desember 2021 00:00 Frá tónleikunum í kvöld. Baggalútur hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem einhver vinsælasta jólaskemmtun Íslendinga. Elli Gunnars Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. Við jólatónleika Baggalúts eru tvö aðskilin hólf með sérinngöngum, gestir sitja í númeruðum sætum og fara í hraðpróf. Ekkert hlé er á tónleikunum og áfengissala ekki leyfð nema fyrir tónleikana. Það er að segja: allt er innan rammans. Lögregla sem var viðstödd svæðið í gær var þar meira að segja í boði hljómsveitarinnar, sem vildi þannig aðstoð við að halda hlutunum nákvæmlega eins og þeir ættu að vera. „Við erum bara að reyna að gera þetta vel og finnst þetta eiginlega mjög leiðinlegt að fá eitthvað svona,“ sagði Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlimur Baggalúts. Hann var nýstiginn af sviði þegar fréttastofa náði tali af honum eftir aðra tónleika kvöldsins, þá sextándu allt í allt. „Og það var allt með feldu í kvöld, nákvæmlega eins og það á að vera.“ „Okkur þykir auðvitað mjög leiðinlegt að það hafi verið drykkja í gær. En það fylgir tónleikum. Við getum ekki bannað fólki að fá sér að drykki fyrir tónleikana. Þannig eru ekki reglurnar núna,“ segir Bragi. Hann segir almenna ánægju með tónleikana meðal gesta. Markmiðið sé að koma saman, gleðjast og hafa gaman. Eins og hann bendir réttilega á: „Það er ekki bannað að hafa gaman - ennþá allavega .“ Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór Geta ekki borið ábyrgð á ölvun Vesturbæinga „Við erum að gera þetta eftir öllum reglum. Við buðum lögreglunni að koma hingað í gær. Þetta var ekki útkall sem slíkt. Þeir komu hingað til að fylgjast með og hér eru líka öryggisverðir út um allt. En auðvitað var ölvun. Sérstaklega á laugardagskvöldi, það er alveg ljóst.“ Þannig hafi margir greinilega verið á djamminu í gærkvöldi eins og víða annars staðar. Gestir tónleikanna eru þó allir komnir út úr Háskólabíói fyrir klukkan 23 eftir alla tónleika. „Við getum náttúrulega ekki borið ábyrgð á ölvun fólks í Vesturbænum eftir miðnætti,“ segir Bragi. Bragi segir að enn sem komið er hafi engin smit verið rakin til neinna af 16 tónleikum Baggalúts. „Við viljum bara trúa því að hraðprófin og grímurnar séu að virka. Ég meina það sátu allir hér í kvöld með sínar grímur.“ Það hafi þó verið það eina sem meðlimir hljómsveitarinnar tóku eftir að væri í ólagi í gær; að margir gestanna losuðu sig við grímuna þegar komið var í sætin. Þó séu öryggisverðir á svæðinu sem bendi þeim reglulega á að setja grímurnar upp. Og það má fullyrða að þetta sé víðtækara vandamál en hjá Baggalúti, það getur blaðamaður staðfest eftir að hafa sótt þónokkra viðburði upp á síðkastið. Viðburðir eiga rétt á sér „Þetta er leiðinlegt en við viljum samt meina það að það er mikilvægt að geta haldið svona viðburði og haldið einhverja skemmtun. Og fólk er að reyna að gera það. Og ég vil meina að svona viðburðir og aðrir eigi bara fullan rétt á sér,“ segir Bragi. Mikilvægt sé að viðburðir eins og jólatónleikar verði áfram leyfðir. „Þetta eru mjög miklar takmarkanir nú þegar. Og fólk er að flykkjast í hraðprófin og það lætur sig hafa það því það vill gera þetta vel,“ segir hann. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Við jólatónleika Baggalúts eru tvö aðskilin hólf með sérinngöngum, gestir sitja í númeruðum sætum og fara í hraðpróf. Ekkert hlé er á tónleikunum og áfengissala ekki leyfð nema fyrir tónleikana. Það er að segja: allt er innan rammans. Lögregla sem var viðstödd svæðið í gær var þar meira að segja í boði hljómsveitarinnar, sem vildi þannig aðstoð við að halda hlutunum nákvæmlega eins og þeir ættu að vera. „Við erum bara að reyna að gera þetta vel og finnst þetta eiginlega mjög leiðinlegt að fá eitthvað svona,“ sagði Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlimur Baggalúts. Hann var nýstiginn af sviði þegar fréttastofa náði tali af honum eftir aðra tónleika kvöldsins, þá sextándu allt í allt. „Og það var allt með feldu í kvöld, nákvæmlega eins og það á að vera.“ „Okkur þykir auðvitað mjög leiðinlegt að það hafi verið drykkja í gær. En það fylgir tónleikum. Við getum ekki bannað fólki að fá sér að drykki fyrir tónleikana. Þannig eru ekki reglurnar núna,“ segir Bragi. Hann segir almenna ánægju með tónleikana meðal gesta. Markmiðið sé að koma saman, gleðjast og hafa gaman. Eins og hann bendir réttilega á: „Það er ekki bannað að hafa gaman - ennþá allavega .“ Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór Geta ekki borið ábyrgð á ölvun Vesturbæinga „Við erum að gera þetta eftir öllum reglum. Við buðum lögreglunni að koma hingað í gær. Þetta var ekki útkall sem slíkt. Þeir komu hingað til að fylgjast með og hér eru líka öryggisverðir út um allt. En auðvitað var ölvun. Sérstaklega á laugardagskvöldi, það er alveg ljóst.“ Þannig hafi margir greinilega verið á djamminu í gærkvöldi eins og víða annars staðar. Gestir tónleikanna eru þó allir komnir út úr Háskólabíói fyrir klukkan 23 eftir alla tónleika. „Við getum náttúrulega ekki borið ábyrgð á ölvun fólks í Vesturbænum eftir miðnætti,“ segir Bragi. Bragi segir að enn sem komið er hafi engin smit verið rakin til neinna af 16 tónleikum Baggalúts. „Við viljum bara trúa því að hraðprófin og grímurnar séu að virka. Ég meina það sátu allir hér í kvöld með sínar grímur.“ Það hafi þó verið það eina sem meðlimir hljómsveitarinnar tóku eftir að væri í ólagi í gær; að margir gestanna losuðu sig við grímuna þegar komið var í sætin. Þó séu öryggisverðir á svæðinu sem bendi þeim reglulega á að setja grímurnar upp. Og það má fullyrða að þetta sé víðtækara vandamál en hjá Baggalúti, það getur blaðamaður staðfest eftir að hafa sótt þónokkra viðburði upp á síðkastið. Viðburðir eiga rétt á sér „Þetta er leiðinlegt en við viljum samt meina það að það er mikilvægt að geta haldið svona viðburði og haldið einhverja skemmtun. Og fólk er að reyna að gera það. Og ég vil meina að svona viðburðir og aðrir eigi bara fullan rétt á sér,“ segir Bragi. Mikilvægt sé að viðburðir eins og jólatónleikar verði áfram leyfðir. „Þetta eru mjög miklar takmarkanir nú þegar. Og fólk er að flykkjast í hraðprófin og það lætur sig hafa það því það vill gera þetta vel,“ segir hann.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira