Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Út­spil Play í Litháen grafi undan ís­lenskri há­tækni­stétt

Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi.

Ætla aftur í Borgar­nes að skoða at­kvæðin betur

Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar.

Kaffi og grobb­sögur það besta við Himna­ríki

Það er allur gangur á því hve­nær og auð­vitað hvort menn komast til himna­ríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrir­bæri. En á Siglu­firði er að finna Himna­ríki, sem er ó­neitan­lega raun­veru­legt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hrein­lega spjalla um þjóð­málin.

Segist hafa horft á starfs­mann skólans snúa dóttur sína niður

Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Starfs­maður Gerða­skóla grunaður um að hafa beitt barn of­beldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Stjórn Eflingar biður um frið frá fjöl­miðlum

Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. 

Sjá meira