Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Jakob Tryggvason segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks á Íslandi. Því sé leiðinlegt að sjá þegar fyrirtæki grafi undan henni. vísir/sigurjón Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“ Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“
Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira