Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Mjög mikil­vægt að nefndin sé hlut­laus

Starfandi for­seti Al­þingis segir mikil­vægt að kjör­bréfa­nefnd njóti trausts og sé hlut­læg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunar­þing­menn eða þing­menn Norð­vestur­kjör­dæmis að taka sæti í nefndinni.

Reyndu að taka refinn og koma honum í Hús­dýra­garðinn

Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Svona virka innsigli á kjörkössum

Inn­sigli á kjör­kössum hafa verið til mikillar um­ræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, viður­kenndi í sam­tali við Vísi síðasta sunnu­dag að hann hefði ekki inn­siglað at­kvæði í kjör­dæminu eftir fyrstu talningu.

Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu

Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir það alls ekki úti­lokað að starfs­menn Hótels Borgar­ness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan at­kvæði voru geymd þar ó­inn­sigluð áður en þau voru endur­talin síðasta sunnu­dag. Hann full­yrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggis­mynda­vélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosninga­svindl hafi verið framið.

Búinn að kæra kosningarnar til lög­reglunnar

Karl Gauti Hjalta­son hefur sent kæru til lög­reglunnar á Vestur­landi vegna fram­kvæmdar kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frétta­stofu hefur lög­reglan á Vestur­landi mót­tekið kæruna.

Fleiri vilja endur­talningu í Suður­kjör­dæmi

Píratar í Suður­kjör­dæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að at­kvæði í kjör­dæminu verði endur­talin en þar munar sjö at­kvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Mið­flokksins sem fékk síðasta kjör­dæma­kjörna þing­manninn.

Viður­kennir að hafa ekki inn­siglað kjör­seðla og ber fyrir sig hefð

Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu.

Sjá meira