Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Því lengra frá bænum, þeim mun betra veður

„Veður­spá helgarinnar er með besta móti um allt land.“ Með þeim orðum hefst dag­legur pistill veður­fræðings Veður­stofunnar. Þetta er þó alls ekki raunin því allur Suð­vestur­fjórðungur landsins, þar á meðal höfuð­borgar­svæðið, virðist missa af allri sól um helgina.

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

Rétt nær að standa við gamalt lof­orð með skáld­­sögu fyrir sjö­tugt

Að fara á eftir­laun getur reynst þeim erfitt sem eru full­frískir og orku­miklir og vilja ekki sitja að­gerða­lausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finns­dóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráða­laus og mun nú eftir helgi efna gamalt lof­orð með út­gáfu sinnar fyrstu skáld­sögu rétt fyrir sjö­tíu ára af­mælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfs­ferli sínum sem rit­höfundur á eftir­launa­aldrinum.

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Elskar að djamma en fær ekki að djamma

Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað.

Stytta ein­angrun bólu­settra niður í 10 daga

Sótt­varna­læknir hefur tekið á­kvörðun um að stytta ein­angrunar­tíma þeirra sem hafa smitast af Co­vid-19 ef þeir eru bólu­settir og geta talist til „hraustra ein­stak­linga“. Þeir verða fram­vegis að­eins að vera í ein­angrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til.

Delta-af­brigðið jafn smitandi og hlaupa­bóla

Delta-af­brigði kórónu­veirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venju­legu kvefi, ár­legum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sótt­varna­stofnunar Banda­ríkjanna (CDC). Talið er að delta-af­brigðið sé eins smitandi og hlaupa­bóla, sem er afar smitandi sjúk­dómur.

Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti út­breiðsluna

Ísraels­menn munu byrja að gefa þriðja skammt af bólu­efni Pfizer til allra þeirra sem eru sex­tíu ára og eldri næsta sunnu­dag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-af­brigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva út­breiðslu far­aldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik.

Erfitt að elta veðrið um verslunar­manna­helgina

Ef fólk hyggst elta veðrið um verslunar­manna­helgina gæti það reynst erfitt. Veðrið er best í höfuð­borginni í dag, á Vest­fjörðum á morgun en á Austur- og Norð­austur­landi á sunnu­dag og mánu­dag.

Sjá meira