Sýnatökuprófin segja ekki bara já eða nei Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 17:03 Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón Það kemur fyrir að falskar jákvæðar niðurstöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Bæði getur verið um tæknileg frávik að ræða en einnig að út komi „mjög óafgerandi niðurstöður“ úr sýnatökunni. Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum