Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ramma framtíðar­sam­komu­lags“ náð um Græn­land og hætt við tolla

Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“

Hættu við lendingu í miðju að­flugi

Flugvél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í miðju aðflugi í Keflavík og fara í svokallað fráhvarfsflug. Vélin hafði flogið frá Arlanda í Stokkhólmi og kom til lendingar í Keflavík um þrjúleytið í dag.

Þessi hönd er um sjö­tíu þúsund ára gömul

Óskýrar útlínur mannshandar sem á vegg hellis í Indónesíu telja fornleifafræðingar vera elsta listaverk sögunnar. Þeir hafa aldursgreint verkið og álíta það vera að minnsta kosti 67.800 ára gamalt.

Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“

Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 

Sala á græn­lenskum á Ís­landi nær tvö­faldast

Íslenskir fánaframleiðendur taka eftir marktækri aukningu í áhuga Íslendinga á grænlenska fánanum, Erfalasorput eins og þeir kalla hann á sínu máli. Rekstrarstjóri Fánasmiðjunnar segir að 85 prósent aukning á pöntunum á milli mánaða.

Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk

Lífið í Nuuk höfuðborg Grænlands hefur vægast sagt breyst undanfarna daga. Eftir enn ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að innlima landið með valdi hrundu Danir af stað skyndilegu heræfingunni Arctic Endurance og þessi minnsta höfuðborg heims varð að virki á örskotsstundu.

Átta látnir á einum degi vegna snjó­flóða

Eftir linnulausa ofankomu í austurrísku Ölpunum síðustu vikuna féll í gær fjöldi snjóflóða og hafa átta manns látið þar lífið. Síðdegis í gær hreif snjóflóð þrjá tékkneska skíðamenn í Murtal-héraði í Steiermark. Þeir fundust síðar látnir.

Stjórn­völd „í blind­flugi“ í mennta­málum í rúman ára­tug

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum.

Sjá meira