Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svikahrappar reyna að gabba lög­regluna

Óprúttinn aðili gerði í dag tilraun til að gabba lögregluna á Suðurnesjum með póstsvindli svokölluðu sem herjað hefur á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár.

Gul við­vörun á höfuð­borgar­svæðinu um helgina

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag.

Hildur biður Sam­fylkinguna af­sökunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, biður Samfylkinguna afsökunar á rangfærslum í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag. Í greininni segir hún Samfylkinguna ekki hafa komið á tólf mánaða fæðingarorlofi þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo hafi verið, það reyndist ekki alveg rétt hjá henni

Nýir eig­endur taka við Melabúðinni

Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri.

Um­fangs­mikill aðstoðarpakki á leiðinni

Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir.

Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“

Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti.

Vegabræði í Breið­holti endaði með á­rás

Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega.

Bankasýsla ríkisins verði lögð niður

Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi.

Sjá meira