Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Norður-írsk rapphljómsveit er til rannsóknar hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Hún er sökuð um að vera hliðholl hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og Hezbollah og hvetja til morðs á embættismönnum. 1.5.2025 14:59
Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Maður hefur verið handtekinn í Ósaka í Japan grunaður um að hafa ekið bíl sínum í þvögu barna á leið sinni heim úr skólanum. 1.5.2025 13:15
Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ 1.5.2025 11:55
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1.5.2025 11:00
Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Víða um land verður blásið til kröfugöngu og hátíðardagskrár í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. 1.5.2025 09:58
Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. 21.4.2025 15:21
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21.4.2025 13:37
Hvernig er nýr páfi valinn? Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. 21.4.2025 11:03
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21.4.2025 08:40