Valur marði Fram í framlengingu Valur lagði nýliða Fram með herkjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 2-3 og ríkjandi bikarmeistarar Vals komnar áfram í 8-liða úrslit. 12.5.2025 21:02
Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Íslendingalið Álasund gerði sér lítið fyrir og sló Noregsmeistara Bodø/Glimt út þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppni karla. 12.5.2025 20:23
Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Bestu deildarlið Tindastóls og FH eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. HK sem leikur í Lengjudeildinni er einnig komið áfram. 12.5.2025 20:07
Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. 12.5.2025 19:24
HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Roland Val Eradeze sem markmannsþjálfara A-landsliðs karla. Hann var í teymi Íslands á HM en hefur nú verið formlega ráðinn. HSÍ greindi frá þessu í dag, mánudag. 12.5.2025 18:00
Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti þökk sé 2-1 sigri á Fiorentina í 36. umferð Serie A, efstu deildar ítalska fótboltans. 12.5.2025 16:00
Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Daníel Tristan Guðjohnsen lagði upp annað mark Malmö í 4-1 útisigri á Degerfors. Þá lagði Mikael Neville Anderson upp eina mark AGF í 1-3 tapi gegn Randers. 11.5.2025 16:28
KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. 11.5.2025 14:50
Sjáðu draumamark Ísaks Andra Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði heldur betur glæsilegt mark þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Hammarby á útivelli í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan. 11.5.2025 14:27
Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Lokaumferð efstu deildar kvenna í Þýskalandi fór fram í dag. Þar voru þónokkrar íslenskar landsliðskonur í aðalhlutverki. 11.5.2025 13:59