Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er á leið til sænska félagsins BK Häcken. Þetta staðfesti fyrrum félag hennar Valur í annað sinn nú í kvöld, mánudag. 28.10.2024 20:15
Man United sett sig í samband við Amorim Manchester United horfir til Portúgals í leit að næsta þjálfara liðsins. 28.10.2024 19:31
„Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ánægður með að lið hans sé ekki komið í frí eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta. Víkingar eiga að lágmarki eftir fjóra leiki í Sambandsdeild Evrópu á leiktíðinni og vilja nota þá til að hrista tapið gegn Blikum af sér. 28.10.2024 19:02
Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Talið er að Rodri, miðjumaður Manchester City og Spánar, fái Gullboltann í kvöld en þau verðlaun fær sá knattspyrnumaður sem tímaritið France Football telur hafa verið bestan undanfarið ár. 28.10.2024 18:03
Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, er 22. besta knattspyrnukona heims samkvæmt franska tímaritinu France Football. Tímaritið hefur veitt Gullboltann í kvennaflokki frá árinu 2018. 28.10.2024 17:01
Fimm leikja bann fyrir að hrækja er dómararnir gengu framhjá Evangelos Marinakis, hinn skrautlegi eigandi Nottingham Forest og Olympiacos, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. 23.10.2024 07:02
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu og Bónus deild kvenna Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. 23.10.2024 06:01
KR heldur áfram að sækja unga og efnilega leikmenn Róbert Elís Hlynsson er genginn í raðir KR frá Lengjudeildarliði ÍR. Hann skrifar undir þriggja ára samning í Vesturbænum. 22.10.2024 23:31
Grindavík lagði nýliða Hamars/Þórs með 46 stigum Það verður seint sagt að leikur Hamars/Þórs og Grindavíkur í 4. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta fari í sögubækurnar fyrir spennustig. Gestirnir í Grindavík unnu 46 stiga sigur, lokatölur 51-97. 22.10.2024 23:01
Þorlákur tekinn við ÍBV Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal. 22.10.2024 22:16