Íslenski boltinn

Þór komið á­fram eftir öruggan sigur á Suður­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Komnir áfram.
Komnir áfram. Þór Akureyri

Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit.

Ibrahima Balde hóf leikinn af krafti fyrir gestina en eftir aðeins tvær mínútur kom hann boltanum í netið. Þegar stundarfjórðungur var liðinn hafði hann tvöfaldað forystu Þórs og Ingimar Arnar Kristjánsson gerði í raun út um leikinn á 38. mínútu.

Aron Lucas Vokes minnkaði muninn á 43. mínútu, staðan 1-3 í hálfleik. Einar Freyr Halldórsson bætti við fjórða marki gestanna á 54. mínútu og staðan orðin 1-4. Reyndust það lokatölur og Þór Akureyri komið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×