Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Móðir allra úr­slita er í frammi­stöðunni“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Hlín skoraði tvö í stór­sigri

Íslendingalið Kristianstad byrjar gríðarlega vel í sænska bikarnum en liðið vann sjö marka sigur á Lidköping, lokatölur 8-1. Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad. Sú fyrrnefnda skoraði tvívegis.

Ekkert fær Le­verku­sen stöðvað

Bayer Leverkusen vann enn einn leikinn í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Wolfsburg í kvöld. Lokatölur 2-0 og Leverkusen með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Martin skilaði sínu í naumum sigri

Alba Berlín vann eins stigs sigur á Rostock Seawolves í efstu deild karla í þýska körfuboltanum, lokatölur 76-75. Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson skilaði sínu í liði Berlínar.

Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfi­eld

„Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag.

Aue eygir enn von | Bjarki Már marka­hæstur

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Sjá meira