Líkt og karla megin er um að ræða bikarkeppni þar sem fjögur lið eru saman í riðli og efsta liðið fer áfram. Kristianstad er því komið í fína stöðu strax en á þó eftir erfiða leiki gegn Vazjö og Häcken.
Hlín og Katla voru báðar í byrjunarliði í dag. Katla var tekin af velli á 76. mínútu þegar staðan var orðin 8-1. Hlín spilaði allan leikinn og skoraði mörkin sín á 47. og 58. mínútu.
Guðrún Arnar dóttir var í hjarta varnar Rosengård sem gerði 4-4 jafntefli við Linköping. Guðrún nældi sér í gult spjald í leiknum.