„Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Forráðamenn Kansas City Chiefs í NFL-deildinni reikna með að ofurstjarnan Travis Kelce taki eitt ár í viðbót áður en hann leggur skóna á hilluna. Það má því reikna með fleiri fréttum af poppprinsessunni Taylor Swift á Arrowhead-vellinum í Kansas á næstu leiktíð. 26.2.2025 07:01
Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 26.2.2025 06:02
Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu. 25.2.2025 23:30
Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Barcelona og Atlético Madríd gerðu 4-4 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn var orðabókaskilgreining á kaflaskiptum leik. 25.2.2025 22:46
Inter í undanúrslit Inter er komið í undanúrslit ítölsku bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lazio. 25.2.2025 22:01
Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Dagur Gautason skoraði þrjú mörk þegar Montpellir vann tveggja marka sigur á GOG í Evrópudeild karla í handbolta. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto máttu þola tap gegn Kiel. 25.2.2025 21:30
Aþena vann loksins leik Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88. 25.2.2025 21:15
Chelsea skrapaði botninn með Southampton Chelsea lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Southampton í ensku úrvalsdeild karla í kvöld. Lokatölur á Brúnni í Lundúnum 4-0 heimamönnum í vil. 25.2.2025 19:33
Elliði Snær frábær í góðum sigri Gummersbach vann góðan sigur í Evrópudeild karla í handbolta. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór mikinn í sigurliðinu. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica máttu þola tap í Svíþjóð. 25.2.2025 19:33
Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Noregur lagði Sviss 2-1 í riðli Íslands í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. 25.2.2025 18:56
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið