„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. 1.6.2025 12:32
„Þakklát fyrir skilning á þessum erfiðu tímum“ Valur Orri Valsson mun ekki spila með Grindavík á komandi leiktíð í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greindi Körfuknattleiksdeild Grindavíkur á Facebook-síðu sinni. 1.6.2025 11:33
„Ótrúlega góð tilfinning að vera aftur á pallinum eftir fimm ára meiðslatímabil“ Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir átti heldur betur góða Smáþjóðaleika í Andorra. Það kom ef til vill á óvart þar sem hún hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár. 1.6.2025 11:01
Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. 1.6.2025 10:30
Indiana Pacers í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2000 Indiana Pacers lagði New York Knicks í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigurinn þýðir að Pacers vinnur seríuna 4-2 og mætir Oklahoma City Thunder í úrslitum. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem Pacers kemst í úrslit. 1.6.2025 09:31
Stuðningsfólk Fortuna brjálað út í Ísak Bergmann Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gæti leikið með Köln í efstu deild þýska fótboltans á næstu leiktíð. Köln er hins vegar helsti óvinur núverandi liðs hans, Fortuna Düsseldorf. Er stuðningsfólk Fortuna heldur ósátt með möguleg vistaskipti Skagamannsins. 1.6.2025 09:00
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1.6.2025 08:02
Hispurslaus Amorim mun reynast Man United vel Miðvörðurinn Matthijs de Ligt hefur hrósað þjálfara sínum Ruben Amorim fyrir hispurslausa nálgun sína í samskiptum við leikmenn Manchester United og fjölmiðla. 1.6.2025 07:03
Dagskráin í dag: Stórleikur á Kópavogsvelli, Formúla 1 og margt fleira Eins og svo oft áður er gjörsamlega pökkuð dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Bestu deildar veislu, Formúlu 1 í góðu veðri, golf og íshokkí. Hvað meira er hægt að biðja um? 1.6.2025 06:00
Stúkan: „Bera virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum“ Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar þegar farið var yfir 9. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 31.5.2025 23:33